Posts

Showing posts from August, 2019

Heimferðin

Image
Við erum komin heim. Það tókst ekki alveg áfallalaust. Við mættum út á flugvöll í San Pedro Sula síðastliðin föstudagsmorgun. Ég svaf ekkert um nóttina, vel að merkja – í einhverju týpísku stresskasti. Í röðinni nefndi Nadja að við værum ekki með neitt ESTA – svona áritun til að komast inn í Bandaríkin – og ég sagði að það gæti nú varla skipt neinu máli, við værum bara að fara að millilenda. Ætluðum ekkert út af flugvellinum. Þegar við flugum til San Francisco fyrir rétt rúmum tveimur árum vorum við viðstöðulaust minnt á að ganga frá ESTA umsókninni en Nadja – sem bókaði flugfarið – hafði ekkert slíkt fengið. Hins vegar stóð þetta alveg heima. Það er ekki hægt að millilenda á bandarískum alþjóðaflugvelli nema vera með samþykkta ESTA umsókn. Það tekur ekki nema um hálftíma að fá hana samþykkta og í raun höfðum við nægan tíma, mættum mjög tímanlega á völlinn. Hins vegar var netið á flugvellinum epískt drasl og okkur tókst ekki að tengjast á neinu tæki nema símanum hennar Nödju – með

Grísarassar og Pílagrímsferðir

Image
Við komum heim frá Útila á miðvikudag og ég kláraði skáldsöguna á föstudag. Brúna yfir Tangagötuna . Sennilega á ég eftir að gera á henni milljón smábreytingar en engar stórar – þetta er komið. Síðan hefur mér liðið eiginlega einsog ég hafi verið holaður að innan. Ég fór beint í að skrifa þessa upp úr Hans Blævi og hef einhvern veginn ekkert litið upp í svolítið langan tíma. Er hugsanlega í einhvers konar tilvistarkrísu. En það er annað ferðalag. Við komumst heil heim frá Útila og vandræðalaust. Mjög fyndið að fara í innanlandsflug á túristaeyju þar sem er ekki einu sinni flugstöðvarbygging. Þegar við fórum til Útila frá flugvellinum í San Pedro Sula lentum við í tómum vandræðum með fótboltann hans Arams – sem átti að taka af okkur ef við tækjum ekki loftið úr honum (sem við höfðum engin ráð með eiginlega). Ég endaði á að smygla honum í gegn. En frá Útila til San Pedro Sula hefðum við sennilega getað haldið á eldvörpu í fanginu án þess að nokkur hefði sagt píp. Annars hefur allt