Posts

Heimferðin

Image
Við erum komin heim. Það tókst ekki alveg áfallalaust. Við mættum út á flugvöll í San Pedro Sula síðastliðin föstudagsmorgun. Ég svaf ekkert um nóttina, vel að merkja – í einhverju týpísku stresskasti. Í röðinni nefndi Nadja að við værum ekki með neitt ESTA – svona áritun til að komast inn í Bandaríkin – og ég sagði að það gæti nú varla skipt neinu máli, við værum bara að fara að millilenda. Ætluðum ekkert út af flugvellinum. Þegar við flugum til San Francisco fyrir rétt rúmum tveimur árum vorum við viðstöðulaust minnt á að ganga frá ESTA umsókninni en Nadja – sem bókaði flugfarið – hafði ekkert slíkt fengið. Hins vegar stóð þetta alveg heima. Það er ekki hægt að millilenda á bandarískum alþjóðaflugvelli nema vera með samþykkta ESTA umsókn. Það tekur ekki nema um hálftíma að fá hana samþykkta og í raun höfðum við nægan tíma, mættum mjög tímanlega á völlinn. Hins vegar var netið á flugvellinum epískt drasl og okkur tókst ekki að tengjast á neinu tæki nema símanum hennar Nödju – með

Grísarassar og Pílagrímsferðir

Image
Við komum heim frá Útila á miðvikudag og ég kláraði skáldsöguna á föstudag. Brúna yfir Tangagötuna . Sennilega á ég eftir að gera á henni milljón smábreytingar en engar stórar – þetta er komið. Síðan hefur mér liðið eiginlega einsog ég hafi verið holaður að innan. Ég fór beint í að skrifa þessa upp úr Hans Blævi og hef einhvern veginn ekkert litið upp í svolítið langan tíma. Er hugsanlega í einhvers konar tilvistarkrísu. En það er annað ferðalag. Við komumst heil heim frá Útila og vandræðalaust. Mjög fyndið að fara í innanlandsflug á túristaeyju þar sem er ekki einu sinni flugstöðvarbygging. Þegar við fórum til Útila frá flugvellinum í San Pedro Sula lentum við í tómum vandræðum með fótboltann hans Arams – sem átti að taka af okkur ef við tækjum ekki loftið úr honum (sem við höfðum engin ráð með eiginlega). Ég endaði á að smygla honum í gegn. En frá Útila til San Pedro Sula hefðum við sennilega getað haldið á eldvörpu í fanginu án þess að nokkur hefði sagt píp. Annars hefur allt

Heiðríkjuströnd og Jaðisæhestur

Image
Þegar við komum út á flugbrautina voru þrjár vélar ferðbúnar og innan göngufæris og við vissum ekkert í hverja við áttum að fara. Þar sem við stóðum ráðvillt og störðum út í loftið veifaði einhver starfsmaður til okkar og benti á eina – eða var hann að benda á hina? Þetta reddaðist allavega. Við flugum til Útila með lítilli rellu. Fimmtán sæti og drynjandi mótor, bensínlykt og ókyrrð í lofti. Á flugvellinum í Útila stigum við beint út á flugbraut. Þar stóð amerísk kona sem var að bíða eftir töskunni sinni. Hún var annað hvort hælismatur eða, sem ég tel sennilegra, á einhverjum æðislegum efnum. Henni fannst allt mjög frábært og ekki síst að fá töskuna sína (sem hún var að bíða eftir). Það var engin flugstöðvarbygging en handan við dálitla girðingu beið okkar Tuk-Tuk. Hann flutti okkur í gegnum þorpið í búð og þaðan niður á höfn þar sem leigusalinn okkar, Derek, beið okkar á bát. Með honum komum við hingað – á Serenity Beach – og hér höfum við verið í viku. Kreditkortið mitt er byrja

Framhjáhöld og mannfórnir

Image
Við keyrðum til Copán og á leiðinni sáum við skilti utan við mótel sem á stóð: No adulterio. Bannað að halda framhjá.  Á leiðinni heim frá Copán sáum við annað skilti, í þetta sinn við veitingastað, þar sem stóð: No robaras. Bannað að stela. Annars er mest af Pepsi-skiltum í landinu. Aram og Aino töldu pepsi-skiltin frá Tela til San Pedro Sula á dögunum – tveggja og hálfs tíma akstur – og þau reyndust rétt tæplega 500. Á leiðinni til Copán rufu þau svo þúsund skilta múrinn.  Við leigðum sem sagt bíl og eyddum helginni í Copán – fyrir undarlega tilviljun var bíllinn sem við leigðum af sömu tegund og sá sem við eigum, nema aðeins stærri. Suzuki Swift með smá aukaskotti. Það tók lengri tíma að keyra en við héldum – þrjá og hálfan tíma á köflum í fullkomlega sturlaðri umferð. Þeir víla í alvöru ekkert fyrir sér að taka fram úr fimm bíla röð á átján hjóla trukkum í miðri blindbeygju. Þriðji hver bíll er svo pallbíll með tíu farþega á pallinum, oft standandi upp í vindinn. Ég he

Barnasafn og Englagarðar

Image
Það er búið að aftengja fingrafaraskannann í lyftunni og nú kemst hver sem er upp. Þetta var gert fyrir nokkrum dögum. Mér finnst rökrétt að álykta að flugumaður sem starfar fyrir byltingaröflin í landinu leynist á hótelinu. Hugsanlega er það iðnaðarmaðurinn sem brosti óvenju breitt til mín um daginn þegar ég var í skærgula „Anti-Fascista Siempre“ stuttermabolnum mínum. Næsta skref er sennilega að byltingarherinn komi upp með lyftunni og skeri auðvaldið á milli eyrnanna. Þann dag ætla ég að reyna að muna að vera í bolnum góða. Ég er ekki viss um að Let There Be Rock bolurinn geri sama gagn. Annars er allt meinhægt, einsog það á að vera. Ég er svolítið lúinn eftir daginn. Skrítið hvað maður getur orðið þreyttur af þessu. Ég svaraði tölvupóstum í morgun og reyndi að skipuleggja haustið – það verður talsvert af bókmenntareisum – borðaði svo hádegismat. Eftir hádegi sat ég og starði á tölvuna milli þess sem ég dundaði mér og beið eftir að eitthvað gerðist. Dundið fólst mestmegnis í að sp

Svartar rósir og svartir hundar

Image
Við eyddum helginni í bænum Tela, á hóteli við hafið. Þetta er tveggja tíma akstur og frekar sætur lítill bær sem við sáum lítið af því við vorum bara á ströndinni og við hótelið. Á leiðinni keyrðum við að öðru hóteli sem mági mínum hafði litist betur á til að athuga hvort eitthvað væri laust en þar var þá brúðkaup eða annars konar álíka viðburður. Þegar við keyrðum upp að því svæði lentum við í tvennu áhugaverðu. Fyrst komum við að hópi ungmenna, svona á að giska tvítugra, sem stoppuðu alla bíla og rukkuðu þá um toll/mútur á þeirri forsendu að þau væru að gera við veginn. Þar voru vel að merkja engin verkfæri og ungmennin sem ekki stoppuðu bílana lágu bara í vegakantinum og nöguðu strá og spjölluðu gleðilega sín á milli. Þau sem stóðu við bílana voru ekki beinlínis ógnandi en kannski ekki beinlínis ekki-ógnandi heldur. Vegurinn var hins vegar vissulega viðgerðar þurfi. Við borguðum nú samt þennan smotterístoll og fórum í gegn. Næst komum við að hliði inn að svæðinu – handan hliðsi

Mega Bites

Image
Ég átti afmæli og varð 41 árs. Það er hefð að vekja afmælisbörn í rúminu í okkar fjölskyldu en það er líka hefð að ég sé mjög morgunsvæfur og ég hef átt sérstaklega erfitt með svefn hérna í Hondúras – vaknað að ástæðulausu um miðjar nætur og legið andvaka klukkustundum saman. Svo af tillitssemi við mig var ákveðið að vekja mig seint frekar en snemma. Ég hins vegar vaknaði við umgang – þótt hann hafi alls ekki verið mikill – upp úr sjö eða sirka þegar Nadja læddist fram úr til að fara í búð að kaupa morgunmat. Svo lá ég bara í rúminu og beið þess sem verða vildi. Mér fannst ég ekki geta farið fram úr – og þannig eyðilagt vakninguna fyrir vekjurunum – en það munaði nú nokkrum sinnum litlu. Það vill til að ég er mjög þolinmóður maður og stíg hvort eð er eiginlega aldrei upp úr rúminu um leið og ég vakna. Eitthvað rúmlega tíu komu þau inn til mín með kökur og kjötsamloku og kaffi og pakka. Ég fékk leikfangabyssu, stækkaða ljósmynd af ljóni sem var búið að krota einhverjum málningarklessum